Réttindi eftirlitsmanna vegna samnings um herafla í Evrópu

125. fundur
Föstudaginn 08. apríl 1994, kl. 12:54:55 (6014)


[12:54]
     Viðskiptaráðherra (Sighvatur Björgvinsson) (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Í lögum um sveitarstjórnarkosningar er m.a. kveðið á um utankjörfundaratkvæðagreiðslur. Þar er m.a. gert ráð fyrir að sendiherrar og sendiráð Íslands standi að utankjörfundaratkvæðagreiðslum fyrir íslenska ríkisborgara utan Íslands. Ef menn ætluðu nú að gera breytingar á þeirri lagasetningu er snýr að utankjörfundaratkvæðagreiðslu til sveitarstjórna, teldi þá hv. þm. að það ætti að vísa því máli til utanrmn. af því að það eru sendiherrar og sendiráð Íslands sem um þau mál fjalla á erlendum vettvangi?