Fullgilding ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar um bókun 47

125. fundur
Föstudaginn 08. apríl 1994, kl. 15:01:46 (6035)


[15:01]
     Páll Pétursson (andsvar) :
    Frú forseti. Ég tel að það sé rétt ályktað. Evrópubandalagið er náttúrlega fyrst og fremst innilokunarbandalag þar sem byggður er múr utan um viðkomandi lönd. Það er svo okkar val hvort við viljum vera innan þessa múrs eða utan og njóta frelsis annars staðar í veröldinni.
    Ég hef átt þess kost að hitta þingmenn frá Austur-Evrópu. Það töldu þeir standa einna mest í vegi fyrir lýðræðislegri og efnahagslegri þróun í Austur-Evrópu hvað Vestur-Evrópu lokaði að sér. Þeir fengju ekki jafnrétti og þeir fengju ekki að komast með það sem þeir á annað borð geta framleitt inn á markaði Vestur-Evrópu.