Samningur um Svalbarða

125. fundur
Föstudaginn 08. apríl 1994, kl. 17:42:51 (6061)


[17:42]
     Viðskiptaráðherra (Sighvatur Björgvinsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það skyldi þó ekki vera að okkur Páli, hv. alþm. frá Höllustöðum, séu önnur formannsskipti hugstæðari heldur en formannsskipti í Alþfl. og kann að vera að ég hafi meira vald á því máli heldur en hinu síðara. En það er út af fyrir sig, frú forseti, ekkert óvanalegt að hv. þm. hafi ekki haft ráðrúm til að afla sér heimilda áður en hann fer í ræðustól og talar en það er hlutverk sem hann verður að eiga við sjálfan sig en ekki aðra hv. þm.