Evrópsk fjárhagsleg hagsmunafélög

125. fundur
Föstudaginn 08. apríl 1994, kl. 18:15:50 (6073)


[18:15]
     Jón Helgason (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Mér er það alveg ljóst að lagasafnið yrði geysibólgið ef ætti að fara að prenta í því allt þetta sem hér stendur. Hér er ein af þessum fimm bókum sem hafa komið á tveimur eða þremur árum þannig að það yrði fljótt bólgið. En ég hélt að það yrði e.t.v. gert að setja inn í aðgengileg lög það sem væri líklegt að yrðu lög sem þyrfti á að halda, hefðu gildi hér á landi því að í þessum bókum er náttúrlega langflest þannig að það hefur ekkert gildi fyrir okkur. Í þessari bók um heilbrigði dýra og plantna eru auðvitað margar og flestar reglugerðirnar ákaflega fjarlægar okkur eins og t.d. um viðurkenningu Írlands

með tilliti til smitandi blóðmyndandi frumudauða og bakteríublóðeitrunar svo að tekið sé bara eitt dæmi af handahófi.
    En þetta hefur sem sagt skýrst í svari ráðherra og ég þakka honum fyrir svarið.