Framleiðsla og sala á búvörum

129. fundur
Þriðjudaginn 12. apríl 1994, kl. 16:55:35 (6176)


[16:55]
     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir þessi svör. Ég veit að það er mjög viðkvæmt mál að skoða það hvort eigi að gera bændum á sérstökum sauðfjársvæðum hærra undir höfði með úthlutun á umframkvóta. Það hefur verið rætt hjá bændasamtökunum og að mér skilst ekki fengist nein samþykkt fyrir því hjá bændum sjálfum að ákveða að gera það. En þeir sem ég hef rætt við telja að þetta verði að vera stjórnvaldsákvæði, bændur muni ekki koma sér saman um að skerða frekar einn en annan, en viðurkenna þó í raun þá nauðsyn sem e.t.v. er á að gera þetta og telja að þarna verði stjórnvöld að skera úr.