Um dagskrá

129. fundur
Þriðjudaginn 12. apríl 1994, kl. 18:43:29 (6203)


     Forseti (Guðrún Helgadóttir) :
    Í lögum um þingsköp, 63. gr. er svo kveðið á að forseti geti heimilað ef ósk berst um það frá flutningsmanni eða flutningsmönnum og enginn þingmaður andmælir því að umræður fari fram um tvö eða fleiri dagskrármál í einu ef þau fjalla um skyld efni eða það þykir hagkvæmt af öðrum ástæðum.
    Nú hefur orðið að samkomulagi að 18., 19. og 20. málið, sem öll fjalla um leigubifreiðar verði tekin á þann veg að talað verði fyrir öllum málunum í þessari umræðu en umræður fari síðan fram um öll málin.
    Vill nú forseti spyrjast fyrir um það hvort þessu mótmæli nokkur. ( SJS: Verður þá ekki lengri ræðutími?) Ekki hefur forseti hugsað sér það, nei.
    Verði þessu ekki mótmælt mun umræðan fara fram á þennan hátt. Verður því fyrst tekið fyrir 18. dagskrármálið.