Brunavarnir og brunamál

130. fundur
Miðvikudaginn 13. apríl 1994, kl. 13:53:10 (6212)

[13:53]
     Frsm. félmn. (Rannveig Guðmundsdóttir) :
    Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nál. á þskj. 936 um frv. til laga um breytingu á lögum um brunavarnir og brunamál.
    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og fékk á fund sinn til viðræðna frá félagsmálaráðuneytinu Berglindi Ásgeirsdóttur ráðuneytisstjóra og Sesselju Árnadóttur lögfræðing og Guðmund Vigni Óskarsson, formann Landssambands slökkviliðsmanna. Þá bárust nefndinni umsagnir frá Landssambandi slökkviliðsmanna, Sambandi íslenskra tryggingafélaga, Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar, Brunamálastofnun ríkisins, Starfsmannafélagi Akureyrarbæjar, Starfsmannafélagi Hafnarfjarðar, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Samfloti bæjarstarfsmanna, Brunatæknifélagi Íslands, fjármálaráðuneytinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga auk gagna frá félagsmálaráðuneytinu.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins.


    Eggert Haukdal, Jón Kristjánsson og Guðjón Guðmundsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Undir nál. rita Rannveig Guðmundsdóttir, Gísli S. Einarsson, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Ingibjörg Pálmadóttir, Kristinn H. Gunnarsson og Einar K. Guðfinnsson.