Hollustuhættir og heilbrigðiseftirlit

130. fundur
Miðvikudaginn 13. apríl 1994, kl. 13:54:59 (6213)


[13:54]
     Anna Ólafsdóttir Björnsson (um fundarstjórn) :
    Virðulegi forseti. Þar sem nefndarálit okkar sem myndum minni hluta í þessu máli í allshn. er ekki komið fram, en ég gekk frá því við nefndarstarfsmann í morgun, þá hygg ég að það sé ótímabært að taka málið fyrir. Það var gengið frá þessu nál. á þeim tíma sem talað var um þannig að ég átti ekki von á því að þetta mál yrði tekið fyrir. En það er verið athuga þetta mál og ég bið forseta um að taka tillit til þess að annað nefndarálita er ekki komið fram.