Samfélagsþjónusta

130. fundur
Miðvikudaginn 13. apríl 1994, kl. 15:51:36 (6242)


[15:51]
     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (andsvar) :

    Virðulegi forseti. Hér er í báðum tilfellum um að ræða atvinnustéttir sem hafa ákveðið vægi í þjóðfélaginu þó ég geti vissulega fullyrt það að sjávarútvegurinn hefur meira vægi heldur en leigubifreiðar. En það sem ég legg að jöfnu í þessu tilliti, hæstv. ráðherra, er að ég tel að skoðanir ráðherranna séu þarna mjög skiptar og ég tel að skoðanir þeirra hvors um sig megi alveg leggja að jöfnu og þeir hljóti að hafa jafnt vægi í ríkisstjórn. Ég spyr því sjálfa mig að því hvort hæstv. samgrh. sé svona miklu víðsýnni maður í að skoða ýmis sjónarmið heldur en hæstv. sjútvrh.