Hollustuhættir og heilbrigðiseftirlit

131. fundur
Miðvikudaginn 13. apríl 1994, kl. 18:47:40 (6276)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Forseti fer nú nærri um það að ekki sé hægt að vera á tveimur stöðum í einu. En eins og fram kom þá liggur það fyrir að það verða nefndarfundir hér á milli kl. 7 og 9 í kvöld. Það hefur verið gert um það samkomulag að hér verði kvöldfundur ef á þarf að halda. Forseti ætlaði að freista þess að gefa einum framsögumanni tækifæri á að flytja framsögu til að nýta tímann til fulls til að stytta þann fund sem þarf að verða hér eftir kvöldverðarhlé. Þannig hafði forseti hugsað sér að haga málum.