Hollustuhættir og heilbrigðiseftirlit

131. fundur
Miðvikudaginn 13. apríl 1994, kl. 22:00:44 (6294)


[22:00]
     Frsm. meiri hluta allshn. (Sólveig Pétursdóttir) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Til þess að það komi skýrt fram lágu að sjálfsögðu fagleg sjónarmið að baki þessari umfjöllun í hv. allshn. Ég vil bara minna á það, eins og fram kemur í nál. meiri hlutans, að umsagnir bárust til allshn. frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Heilbrigðisfulltrúafélagi Íslands, Heilbrigðiseftirliti Austurlandssvæðis, Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis, Siglingamálastofnun ríkisins, Náttúruverndarráði, Vinnuveitendasambandi Íslands, Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðarsvæðis, Hollustuvernd ríkisins, Alþýðusambandi Íslands og Sambandi ísl. sveitarfélaga. Allar þessar umsagnir voru jákvæðar um málið. Það komu ekki fram neinar alvarlegar athugasemdir, síður en svo.