Fundarsókn þingmanna

132. fundur
Fimmtudaginn 14. apríl 1994, kl. 10:31:47 (6308)

[10:31]
     Hjörleifur Guttormsson :
    Virðulegi forseti. Ég vil vekja athygli á því að hér er verið að byrja nýjan fund á nýjum degi með ekki fleiri þingmenn en svo að þeir eru teljandi á fingrum annarrar handar. (Gripið fram í.) Það er að bætast aðeins við upp á hina höndina. Finnst forseta það viðeigandi að fundarstörfin hefjist með þessum hætti þó að það séu kannski ekki formlegar reglur sem koma í veg fyrir það?