Lyfjaverslun ríkisins

132. fundur
Fimmtudaginn 14. apríl 1994, kl. 11:58:55 (6327)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Forseti vill taka það fram að hún hefur ekki setið á þingflokksfundi hjá sjálfstæðismönnum í dag. Eins og kom fram hjá hæstv. fjmrh. þá munu sitja saman einhverjir þingmenn sem hafa viljað nota tímann til að ræða saman. Við vitum öll að nú er skammt þar til að fresta á þingi og því nota menn tímann óspart eins og sjá má hér í fundarsalnum. Það má vísa til kvöldfundar í gær þar sem hér voru tveir hv. þingmenn, auk tveggja ráðherra og forseta til miðnættis á fundi. Aðrir hafa verið að nota tímann annars staðar af því að þeir hafa ekki ætlað að taka þátt í umræðunni. Þetta getur nú gerst hvenær sem er eins og við öll þekkjum. Forseti væntir þess að hv. þingmenn skilji að hér var ekki um formlegan þingflokksfund að ræða né var óskað eftir því að þingfundi væri frestað.