Hollustuhættir og heilbrigðiseftirlit

133. fundur
Föstudaginn 15. apríl 1994, kl. 10:48:22 (6371)


[10:48]
     Ólafur Ragnar Grímsson :
    Virðulegi forseti. Þótt færa megi ýmis rök fyrir því að þessi flutningur kunni að vera állitamál, þá hef ég talið mikilvægt að stuðla að því að efla og styrkja umhvrn. Við áttum þátt í því mörg hver í þessum sal að setja umhvrn. á laggirnar og það olli miklum ágreiningi. Ég tel okkur bera vissa ábyrgð á því að styrkja þetta barn á fyrstu árunum og þótt það væri hægt að finna ýmist annað form fyrir það, að fyrst vilji er fyrir því að flytja frá öflugu fagráðuneyti veigamikinn þátt til þessa nýja umhvrn. þá tel ég að athuguðu máli rétt að styðja það.