Brunatryggingar

133. fundur
Föstudaginn 15. apríl 1994, kl. 12:30:11 (6389)


[12:30]
     Heilbrigðisráðherra (Guðmundur Árni Stefánsson) (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Það er aðeins örstutt. Það gæti vel látið sig gera varðandi Brunabótafélag Íslands. En það gengur ekki vegna þess einfaldlega að Brunabótafélag Íslands af einhverjum orsökum naut ekki sömu undanþágu frá EES-samningnum eins og Húsatryggingar Reykjavíkur. Það er kannski einfaldleikinn í málinu.