Brunatryggingar

133. fundur
Föstudaginn 15. apríl 1994, kl. 12:33:02 (6392)


[12:33]
     Svavar Gestsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég tel að þessi umræða sé á misskilningi byggð eins og þetta er sett upp hér af hæstv. heilbrrh. og ástæðulaust að vera að byrsta sig mikið í kringum þetta mál. Aðalatriðið er að það er í grófum dráttum samstaða um það að Húsatryggingar Reykjavíkur fái að starfa áfram og ég tel að menn eigi þá að ákveða í hvaða lagabúningi það verður í grófum dráttum. Menn þurfa ekkert að vera að pexa um það mikið lengur í sjálfu sér og ekkert að mylja það með sér. Það er gott að Reykjavíkuríhaldið vilji hafa hér félagslegan rekstur á þessum þætti mála og ég tel ástæðu til að fagna því.