Lyfjaauglýsingar í fjölmiðlum

134. fundur
Mánudaginn 18. apríl 1994, kl. 15:53:22 (6434)


[15:53]
     Margrét Frímannsdóttir :
    Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. þm. Ingibjörgu Pálmadóttur fyrir að beina þessum spurningum til heilbr.- og trmrh. Það kom fram hjá hæstv. ráðherra að tilgangurinn með þessari auglýsingaherferð væri að beina notkun í ódýrustu lyfin. Heilbr.- og trmrn. sendi frá sér reglugerð sem tók gildi 1. mars 1994 þar sem var verið að ræða m.a. um lyf við sárasjúkdómi eða magasáralyf og þar sem talað er um hámark

á skammtastærð. Þessi reglugerð hefur það í för með sér að ekki er hægt fyrir neytendur þessara lyfja að kaupa ódýrustu lyfin, t.d. íslenska lyfið Cimetidín, 200 mg, eða Tagament, 200 mg, þar sem skömmtun á dag er eðlileg 1--2 töflur þá eru eingungis á markaði pakkningar fyrir 100 töflur. Þannig að það er 50 daga notkun en ekki sú 30 daga notkun sem ráðuneytið lagði til.