Vegtenging um utanverðan Hvalfjörð

137. fundur
Þriðjudaginn 19. apríl 1994, kl. 16:48:21 (6478)

[16:48]
     Frsm. samgn. (Pálmi Jónsson) :
    Virðulegi forseti. Samgn. hefur tekið þetta mál til athugunar, sem er tillaga til þál. um vegtengingu um utanverðan Hvalfjörð. Samningur um vegtengingu um utanverðan Hvalfjörð var undirritaður 25. janúar 1991 af þáv. hæstv. samgrh. og stjórn Spalar hf. og áritaður af þáv. hæstv. fjmrh. Samningurinn var síðan staðfestur af Alþingi 18. mars 1991 með þáltill.
    Í meðferð málsins hefur komið fram að eðlilegt þykir að gera lítils háttar breytingar á samningnum eins og Alþingi staðfesti hann á árinu 1991 og þessi þáltill. er flutt til þess að því verði fullnægt. Þær breytingar eru ekki miklar en þó þannig að það þykir tryggara að samningurinn svo breyttur hljóti staðfestingu Alþingis að nýju.
    Samgn. hefur fjallað um þetta mál og fengið á sinn fund ráðuneytisstjórann í samgrn., Jón Birgi Jónsson, sem hefur skýrt málið. Nefndin leggur einróma til að tillagan verði samþykkt.