Heimild til að selja Seltjarnarneskaupstað eyjuna Gróttu

137. fundur
Þriðjudaginn 19. apríl 1994, kl. 16:50:33 (6479)

[16:50]
     Frsm. samgn. (Pálmi Jónsson) :
    Virðulegi forseti. Samgn. hefur fjallað um frv. þetta, um heimild ríkisstjórnarinnar til að selja Seltjarnarneskaupstað eignir ríkisins í Gróttu, þar með talin hvers kyns mannvirki í eigu ríkisins önnur en Gróttuvitann.
    Nefndin kvaddi á sinn fund ráðuneytisstjórann í samgrn., Jón Birgi Jónsson, og veitti hann upplýsingar um málið, auk þess sem starfsmaður nefndarinnar kannaði tiltekin lögfræðileg atriði.
    Nefndin er sammála um að mæla með því að frv. sé samþykkt óbreytt svo sem fram kemur í áliti nefndarinnar á þskj. 975.