Áburðarverksmiðja ríkisins

137. fundur
Þriðjudaginn 19. apríl 1994, kl. 17:55:33 (6488)


[17:55]
     Landbúnaðarráðherra (Halldór Blöndal) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég átta mig ekki alveg á því hvað hv. þm. gengur til. Eins og ég sagði þá verður staðið að því að meta eignir verksmiðjunnar með venjulegum hætti. Ég hef ekki tekið ákvörðun um það hvaða einstaklingar muni koma að því máli á þessari stundu. Ég tel rétt að sjá hvort málið verður afgreitt á þinginu. Mér virðist sem hv. þm. sé að reyna að vekja upp einhverja tortryggni um málsmeðferð með þessum athugasemdum. Ég sé ekki að tilgangurinn geti verið annar. Þó hygg ég að hv. þm. sé kunnugt um að hér er staðið að með venjulegum hætti og enginn ástæða til að draga það í efa.