Samningur um loðnustofninn á hafsvæðinu milli Íslands, Jan Mayen og Grænlands

138. fundur
Miðvikudaginn 20. apríl 1994, kl. 14:01:48 (6497)

[14:01]
     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (um atkvæðagreiðslu) :
    Virðulegi forseti. Á fundi þingflokksformanna með forseta um dagskrá þessarar viku hafði verið gert ráð fyrir því að það væri aðeins 11. dagskrármálið á dagskrá, næstsíðasta málið, og það var ekki samið um að það yrðu fleiri mál á dagskrá þannig að það kemur mér spánskt fyrir sjónir að sjá að þetta mál sé tekið inn núna og þarf að taka það inn með afbrigðum. Að sjálfsögðu stend ég ekki á móti því að það sé tekið inn með afbrigðum, þ.e. ég stend ekki á móti afbrigðunum í sjálfu sér, en ég mótmæli því samt sem áður að hér sé verið að taka inn á dagskrá mál sem ekki hafði verið rætt um að gert væri.