Breyting á reglugerð um Atvinnuleysistryggingasjóð

141. fundur
Þriðjudaginn 26. apríl 1994, kl. 13:39:38 (6580)


[13:39]
     Félagsmálaráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) :
    Virðulegi forseti. Að þessu máli sem þingmaðurinn spyr um hefur verið unnið um nokkurn tíma í félmrn. Hér er um að ræða breytingu á reglugerð sem félmrn. telur duga til þess að rýmka rétt þeirra hópa sem þingmaðurinn nefndi. Reglugerð þar að lútandi hefur verið tilbúin um allnokkurt skeið og hefur verið til umfjöllunar í fjmrn. Kostnaður er áætlaður um 100--200 millj. við að breyta þessum ákvæðum en enn hefur ekki náðst niðurstaða milli ráðuneytanna í þessu efni.