Landsbókasafn Íslands Háskólabókasafn

141. fundur
Þriðjudaginn 26. apríl 1994, kl. 16:50:41 (6595)


[16:50]
     Frsm. menntmn. (Sigríður A. Þórðardóttir) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég vil leiðrétta misskilning sem ég tel að hafi komið fram í máli síðasta ræðumanns, hv. þm. Svavars Gestssonar. Breytingin sem gerð er á 3. gr. hljóðar þannig: ,,Landsbókavörður skal skipaður úr hópi þeirra umsækjenda sem stjórn bókasafnsins telur hæfa.`` En ekki, eins og ég heyrði að hann sagði áðan, úr hópi þeirra umsækjenda sem meiri hluti stjórnar telur hæfa.
    Þetta vildi ég bara að kæmi fram og vildi leiðrétta það.