Háskólinn á Akureyri

141. fundur
Þriðjudaginn 26. apríl 1994, kl. 17:09:57 (6600)


[17:09]
     Frsm. menntmn. (Sigríður A. Þórðardóttir) :
    Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nál. á þskj. 987 um frv. til laga um breyting á lögum nr. 51/1992, um Háskólann á Akureyri, frá menntmn.
    Nefndin hefur fjallað um málið sem kveður á um lögfestingu framgangskerfis kennara við Háskólann á Akureyri með hliðstæðum hætti og tíðkast hefur í Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands. Í framgangskerfinu felst að heimilt er að flytja lektor í dósentsstöðu og dósent í prófessorsstöðu.
    Nefndin telur eðlilegt að samræma lög að þessu leyti og leggur til að frv. verði samþykkt óbreytt.
    Það er vert að geta þess að frv. þetta er flutt að höfðu samráði við Háskólann á Akureyri til að tryggja að lagagrundvöllur fyrir framgangskerfi kennara við skólann verði hliðstæður og tíðkast hefur við aðra skóla sem eru á háskólastigi. Það verður að telja eðlilegt að samræmis sé gætt í þessum efnum og kennurum við Háskólann á Akureyri séu tryggð sömu réttindi og starfsbræðrum þeirra við sambærilegar stofnanir.