Lyfjalög

141. fundur
Miðvikudaginn 27. apríl 1994, kl. 00:23:31 (6615)


[00:23]
     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (um fundarstjórn) :
    Virðulegi forseti. Eins og kom fram áðan hjá hv. síðasta ræðumanni sem ræddi um stjórn fundarins þá er klukkan farin að halla í eitt og þeir þingmenn sem enn þá eru á fundi eiga flestir að mæta til vinnu að nýju klukkan átta í fyrramálið. Ég hef raunar áður getið um það hér úr þessum ræðustól við þær aðstæður að ég telji að við þingmenn sem erum að setja lög eigum að fara að lögum og vil því minna á

lög nr. 46/1980, lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Í 52. gr. segir, með leyfi forseta:
    ,,Vinnutíma skal hagað þannig að á hverjum sólarhring, reiknað frá byrjun vinnudags, fái starfsmenn a.m.k. 10 klukkustunda samfellda hvíld.``
    Ég vil nú spyrja hæstv. forseta hvort hann hyggst ekki fara að þessum lögum.