Lyfjalög

141. fundur
Miðvikudaginn 27. apríl 1994, kl. 00:51:58 (6631)


[00:51]

     Finnur Ingólfsson (um fundarstjórn) :
    Virðulegi forseti. Það er alveg hárrétt hjá hv. þm. Gunnlaugi Stefánssyni að um þetta mál tókst góð samvinna hv. heilbr.- og trn. Það hefur enginn verið að kvarta undan þeim vinnubrögðum, síður en svo. Þau eru að mörgu leyti til fyrirmyndar og menn lögðu á sig mikla vinnu. Formaðurinn á miklar þakkir skildar fyrir það.
    Það sem hér hefur hins vegar gerst er það að hæstv. heilbr.- og trmrh., sem ber ábyrgð á þessu frv. sem aðili að ríkisstjórninni á þingi, hefur breytt um stefnu. Hann talar eins og stjórnarandstaðan í heilbr.- og trn. hefur talað í kvöld. Af þeirri ástæðu finnst mér full ástæða til að ræða málið í botn, eins og hæstv. heilbr.- og trmrh. orðaði það, hvort sem þingsalurinn verður valinn sem vettvangur til þess eða hv. heilbr.- og trn. kölluð saman til að kanna hvort hægt sé að ná einhverjum fleti á samstarfi í þessu máli. Hvor vettvangurinn sem er getur gilt að mínu viti þó ég hyggi hins vegar að það sé betra að taka málið aftur til nefndar og leita leiða til lausna.