Afgreiðsla mála í iðnaðarnefnd, svar landbrh. við fyrirspurn

142. fundur
Miðvikudaginn 27. apríl 1994, kl. 13:44:49 (6649)


[13:44]
     Landbúnaðarráðherra (Halldór Blöndal) :
    Hæstv. forseti. Ég er mjög undrandi á því að hv. þm. skuli ekki vera ánægðari yfir þeim svörum sem ég veitti varðandi fyrirspurnina sem voru fullnægjandi. Það hefur verið unnið mikið starf í sambandi við endurskoðun á Landgræðslu ríkisins og Skógræktinni hvernig þar er skipt verkum og hefur verið stofnað sérstakt fagráð Landgræðslunnar sem hefur unnið mjög mikið og gott starf. Það er alveg sjálfsagt ef hv. þm. óskar eftir því að fá ítarlegri svör að við ræðum um það hvort ekki sé hægt að veita þau. Málið liggur ljóst fyrir og er ekki meira um það að segja á þessu stigi málsins.