Lyfjalög

142. fundur
Miðvikudaginn 27. apríl 1994, kl. 15:45:46 (6679)


[15:45]
     Margrét Frímannsdóttir (um fundarstjórn) :
    Virðulegi forseti. Ég vil staðfesta það hér að á þessum fundi okkar í nótt var lögð mikil áhersla á það af hálfu hv. formanns heilbr.- og trn. að mál þetta kæmi á dagskrá í dag og við samþykktum það. Það kom hins vegar ekki fram að hann yrði fjarverandi. En ég vil einnig að það komi fram hér að hann hafði samband við mig sem nefndarmann í heilbr.- og trn. í morgun af því að hann vissi að ég væri fljótlega á mælendaskrá og sagði mér af því að hann yrði í burtu og spurði að því hvort ég gerði athugasemdir við það og ég sagði það ekki vera. Ég vil að það komi fram hér.