Samstarfsnefnd sjómanna og útvegsmanna

143. fundur
Fimmtudaginn 28. apríl 1994, kl. 12:17:13 (6709)


[12:17]
     Frsm. meiri hluta sjútvn. (Vilhjálmur Egilsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég hygg að okkur hv. þm. sé kunnugt um að það er hlutverk Alþingis að setja leikreglur um stjórn fiskveiða sem væntanlega eru þess eðlis að um þær geti skapast sem víðtækust sátt þannig að þeir aðilar sem við þær þurfa að búa geti starfað við þær í þokkalegum friði. Þannig var að sjómenn á öllum þessum stöðum fóru í verkfall. Þeir voru á þessum tíma studdir af verkalýðsfélögunum almennt. Það er kannski eitthvað að breytast núna en enn þá hefur ekki komið neitt annað fram en að sjómenn á þessum stöðum hafi stutt og styðji enn þá sjómannaforustuna í málinu.