Samstarfsnefnd sjómanna og útvegsmanna

143. fundur
Fimmtudaginn 28. apríl 1994, kl. 12:22:42 (6714)


[12:22]
     Jóhannes Geir Sigurgeirsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Frá því að þær deilur voru uppi í vetur sem leiddu til verkfalls þá hefur það runnið upp fyrir stöðugt fleirum og fleirum og ekki síst núna síðasta hálfa mánuðinn að þær breytingar sem nú er verið að leggja til að lögfesta á heftingu framsals, þ.e. 15% reglan og 50% reglan, munu mjög líklega leiða til skertra kjara landverkafólks, skertra kjara fiskverkunarfólks, sem hafa unnið hjá þeim fyrirtækjum sem hafa, m.a. í krafti framsals síns, notað það kerfi sem við búum við til þess að byggja upp vinnslu í landi. Þetta er sjónarmið sem okkur alþingismönnum er skylt að taka tillit til, til jafns við sjónarmið sjómanna þegar kemur að því að við breytum lögum um þessi mál.