Samstarfsnefnd sjómanna og útvegsmanna

143. fundur
Fimmtudaginn 28. apríl 1994, kl. 12:26:16 (6717)


[12:26]
     Jóhann Ársælsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég er ekkert að halda einhverju öðru fram en að þetta hafi áhrif. Hins vegar finnst mér það ekki nógu gott þegar menn hafa ekki allar tölurnar með þegar verið er að finna út skerðinguna. Sá hópur sem er verið að tala um bætir sér þetta líka upp, t.d. með línutvöföldun. Það þarf auðvitað að sýna einhverja sanngirni í samanburðinum.
    Ég vil síðan vekja athygli á því að það eru ekki bara smábátarnir sem hafa orðið til þess að minnka hlutdeild þeirra báta sem þarna er verið að hafa áhyggjur af. Ég hef t.d. eitt dæmi fyrir framan mig af bát sem aldrei hefur tekið til sín neinar aflaheimildir eða látið frá sér frá því að kvótakerfið var sett á. Hann hafði 0,24% aflahlutdeild árið 1993. Hann hafði 1988 0,14%. Hann hafði einungis 0,14% þá. (Forseti hringir.) Og hann hefur í dag 0,18%. Það eru því einhverjir aðrir en trillubátarnir sem höfðu af honum aflahlutdeildina á þessu tímabili. Það er ástæða til þess að vekja athygli á þessu líka.