Samstarfsnefnd sjómanna og útvegsmanna

143. fundur
Fimmtudaginn 28. apríl 1994, kl. 12:30:06 (6720)


[12:29]
     Jóhannes Geir Sigurgeirsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Þetta var afar athyglisverð yfirlýsing frá hv. þm. Hann lýsir því hér yfir að þær breytingar sem ríkisstjórnin stendur að séu neyðarúrræði vegna þess að aðilar málsins komu sér ekki saman í vetur. Það sé neyðarúrræði og að sjálfsögðu verði einhver að greiða fyrir það neyðarúrræði. Hv. þm. er sem sagt að taka undir þá gagnrýni okkar framsóknarmanna hér að hér sé verið að gera breytingar sem til lengri og skemmri tíma skerði virðisaukann í íslenskum sjávarútvegi. Ég hlýt að spyrja hv. þm.: Ætla þeir þingmenn í stjórnarliðinu sem eru þessarar skoðunar að fylgja þessari breytingu eftir?