Samstarfsnefnd sjómanna og útvegsmanna

143. fundur
Fimmtudaginn 28. apríl 1994, kl. 12:32:24 (6722)


[12:32]
     Jóhannes Geir Sigurgeirsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Hv. þm. sagði að það hefði gerst á þessum vetri að tiltrú manna á kvótakerfinu, á aflamarkskerfinu með framsali, hafi bilað. Það er rétt svo langt sem það nær. Sú umræða var uppi en hún var mjög hávær á miðjum vetri. Ég hygg hins vegar að á síðustu viku hafi sú umræða í grundvallaratriðum breyst. Það hefur runnið upp fyrir aðilum eins og Verkamannasambandi Íslands að þetta kerfi hafi nú kannski ekki verið svo albölvað. Það gæti vel verið að það hafi fært sjávarútveginum verulegan virðisauka, það hafi stuðlað á vissum stöðum að aukinni landvinnslu og fullvinnslu og það sé verið að stefna þessu öllu í hættu. Það er Verkamannasambandið að segja í dag. Það er það sem þeir aðilar sem hafa verið að byggja þessa atvinnu upp eru að segja í dag. Og okkur sem alþingismönnum ber að hlusta á þessar raddir.