Stjórn fiskveiða

144. fundur
Föstudaginn 29. apríl 1994, kl. 01:21:09 (6799)


[01:21]
     Jóhann Ársælsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Mig langar til að spyrja hv. þm., vegna þess að hann hafði langt mál um smábátveiðar, hvers vegna meiri hlutinn hafi ekki viljað taka undir tillögu alþýðubandalagsmanna um að aflamarksbátum undir sex tonnum verði gefinn kostur á því að koma inn í krókakerfið. Sú lausn mundi ekki kosta neitt. Trillumenn sjálfir hafa boðið upp á þá lausn og hún mun ekki kosta neitt en gæti aukið svolítið það réttlæti sem menn sækjast jú eftir.
    Síðan langar mig að spyrja: Var það fyrir sjómenn þegar Þróunarsjóðurinn fylgdi með í kaupunum um þessa farsælu lausn sem hann var að tala um hér áðan?