Stjórn fiskveiða

144. fundur
Föstudaginn 29. apríl 1994, kl. 01:24:46 (6802)


[01:24]
     Gunnlaugur Stefánsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Það náðist ekki samkomulag um þetta og það eru líka gallar á þessu. Og eins og ég sagði þá er hér um mikinn fjölda báta að ræða sem mundi koma með nokkurn afla inn í heildarpottinn en það hefur frekar verið vilji margra að fækka í hópi krókaleyfisbáta heldur en að fjölga. Vonin liggur náttúrlega í því að skerðingin sem þessir bátar hafa orðið fyrir á aflamarki sínu sé geymd í sjónum og vonandi skilar hún sér til ávöxtunar þegar verndin fer að skila árangri.
    Í sambandi við Þróunarsjóðinn sem ég var einnig spurður um þá er það rétt að Þróunarsjóðurinn er mjög göfugt málefni sem ég veit að á eftir að verða sjávarútveginum til mikilla heilla.