Stjórn fiskveiða

144. fundur
Föstudaginn 29. apríl 1994, kl. 01:30:31 (6807)


[01:30]
     Frsm. 2. minni hluta sjútvn. (Stefán Guðmundsson) (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Hv. þm. Gunnlaugur Stefánsson vék að því og sagði að við stjórnarflokkarnir hefðum náð góðu samkomulagi í þessu máli, en ekki fyrr, ætla ég að bæta við, en verslunin hafði gengið um garð og menn voru búnir að ná samkomulagi um 7.000 tonn af rækju, útfærslu á togveiðiheimildum og fleira og fleira. Þá varð samkomulagið. Hv. þm. segir líka að okkur séu það vonbrigði að ríkisstjórnin hafi náð samkomulagi í þessu máli. Það eru ekki vonbrigði, það veldur miklu fremur áhyggjum vegna þess hversu vondur samningurinn er sem stjórnarflokkarnir hafa verið að gera. Það veldur okkur miklu fremur áhyggjum.