Þingmennskuafsal Steingríms Hermannssonar

145. fundur
Föstudaginn 29. apríl 1994, kl. 14:05:38 (6829)


[14:05]
     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) :
     Hæstv. forseti. Ég vildi mega í nafni ríkisstjórnarinnar og einkum í nafni þess embættis sem ég gegni nú um sinn og hv. fráfarandi þm. hefur gegnt lengst allra núlifandi manna færa honum og fjölskyldu hans heillaóskir í tilefni þess að hann skiptir nú um starfsvettvang. Það stendur nú yfir viðgerð á ráðherrabústaðnum og þar fundust við viðgerðina nokkrir tindátar. Þeim hefur, hygg ég, verið komið til skila til hv. þm. Þar á meðal munu vera nokkrir riddarar, en hv. þm. hefur einmitt verið heilmikill riddari í hinu pólitíska lífi á Íslandi. Ég óska honum og hans fólki velfarnaðar.