Vernd og veiðar á villtum fuglum og spendýrum

145. fundur
Föstudaginn 29. apríl 1994, kl. 14:46:43 (6838)


[14:46]
     Frsm. meiri hluta umhvn. (Kristín Einarsdóttir) (andsvar) :
    Frú forseti. Nei, ég misskildi ekki nema að því leyti til að mér fannst að verið væri að tala um upp á fjöll og ég tók það einmitt fram að ef mann væru að ræða vegarslóða eða vegi þá fyndist mér mjög óeðlilegt að heimila veiðar svo nálægt vegarslóðum því að þar getur verið umferð annarra farartækja.
    Að stærstum hluta tókum við tillit til umsagnar Skotveiðifélags Íslands sem benti okkur sérstaklega á það atriði að það væri eðlilegt að auka þessa vegalengd úr 50 í 250 m. Auk þess fengum við ábendingar um að þetta væri víðast svo í nágrannalöndunum og reyndar voru það aðilar frá Skotveiðifélagi Íslands sem gerðu þetta og við reyndum að taka eins mikið mark á góðum ábendingum og við gátum og við tókum mark á t.d. þessu atriði. Og við fórum að skoða hvernig þessi réttur væri annars staðar og komumst að þessu og þess vegna lögðum við til þessa breytingu. Og það verður að vera skýring á því af hverju við í meiri hluta nefndarinnar leggjum það til að ákvæðið sé með þessum hætti.