Vernd og veiðar á villtum fuglum og spendýrum

145. fundur
Föstudaginn 29. apríl 1994, kl. 15:27:00 (6850)


[15:27]
     Frsm. meiri hluta umhvn. (Kristín Einarsdóttir) (andsvar) :
    Frú forseti. Á þeirri einu mínútu sem mér er ætluð hef ég ekki tíma til að fara efnislega ofan í ræðu hv. 11. þm. Reykn., Petrínu Baldursdóttur, en ég mun gera það síðar og hún getur þá reynt að svara. En það sem vakti athygli mína og kannski fleiri var að hún talaði gegn frv. umhvrh. sem hér liggur fyrir í meginatriðum. Þetta var nánast dauðadómur yfir frv. Það var allt ómögulegt við þær tillögur sem þar komu fram í nánast einu og öllu. En það sem er kannski merkilegt er að hún fylgir þessu stjfrv. meira og minna en talar samt gegn því.
    En það er annað sem ég vildi taka fram, virðulegur forseti, og það er að þingmaðurinn talaði a.m.k. einu sinni ef ekki tvisvar um meiri hluta umhvn., en í þessari umræðu er meiri hluti umhvn. skráður á þskj. 1052 og það verður að halda því til haga að það er meiri hluti umhvn. Þó að ákveðnir nefndarmenn flytji brtt. þá verður að halda því til haga hverjir flytja þá brtt. svo að það rugli ekki þá sem fylgjast með umræðu eða lesa í þingtíðindum hvað þarna er um að ræða.