Vernd og veiðar á villtum fuglum og spendýrum

145. fundur
Föstudaginn 29. apríl 1994, kl. 16:39:02 (6859)


[16:39]
     Umhverfisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (um fundarstjórn) :
    Virðulegi forseti. Það er ekkert óeðlilegt við það þó að ráðherra í ríkisstjórninni leggi fram brtt. við stjfrv. Það hefur gerst, að ég hygg í þessari viku eða þeirri síðustu, við eitt af sjávarútvegsfrumvörpum ef ég man rétt. Hæstv. sjútvrh. lagði fram brtt. sjálfur við slíkt frv.
    Eins og fram kom í máli hv. þm. Ólafs Ragnars Grímssonar þá gerði hann ekki athugasemd við það að umhvrh. héldi sína tölu fyrir kl. 5 og ég vil líka benda forseta og þingmönnum á að það er ráðgerður fundur í umhvn. eftir kl. 5. Mér þykir það því í hæsta máta óeðlilegt að ekki verði hægt að standa við það samkomulag að hér verði umræður til kl. 5 og ég sé ekki að þetta þskj. breyti þar nokkuð um. Hér er ekkert óeðlilegt á ferðinni.