Jóhann Einvarðsson tekur sæti á Alþingi

146. fundur
Mánudaginn 02. maí 1994, kl. 10:34:43 (6874)


     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Eins og fram kom á fundi sl. föstudag hefur Steingrímur Hermannsson, hv. 7. þm. Reykn., ritað forseta bréf þar sem hann afsalar sér þingmennsku frá 1. maí að telja. Við sæti Steingríms Hermannssonar tekur 1. varaþm. Framsfl. í Reykjaneskjördæmi, Jóhann Einvarðsson, og verður 7. þm. Reykn.
    Jóhann Einvarðsson er enginn nýgræðingur í þingstörfum, hann hefur tvívegis áður tekið fast sæti á Alþingi, þ.e. að af afloknum þingkosningum 1979 og 1987.
    Ég býð Jóhann Einvarðsson velkominn til starfa á Alþingi.