Tryggingagjald

146. fundur
Mánudaginn 02. maí 1994, kl. 11:41:12 (6898)


[11:41]
     Egill Jónsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég þakka þessi skýru viðbrögð og drengilegu afstöðu. Ég hlýt að mega í ljósi þeirra orða sem féllu af munni hv. frsm. vænta þess að mínar óskir verði teknar til umfjöllunar aftur og málið verði leiðrétt fyrir 3. umr. Því að eins og hér kom fram, þá talaði hv. frsm. alveg nákvæmlega eins og ég og þar af leiðandi liggur ljóst fyrir að það ætti ekki að vera vandi fyrir okkur að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Þessi skattlagning getur einfaldlega ekki gengið fram með þeim hætti sem hér er lagt til. Það standa engin efni til þess og ég stórefa að það sé meiri hluti fyrir því í þinginu.