Sala ríkisins á SR-mjöli

148. fundur
Mánudaginn 02. maí 1994, kl. 16:53:16 (6931)


[16:53]
     Ólafur Þ. Þórðarson (andsvar) :
    Herra forseti. Mér er ljóst að það var mikið áfall fyrir fjmrn. þegar Ríkisendurskoðun var sett undir þingið. Þá var ekki hægt að skipa þeim mönnum fyrir eins og áður hafði verið gert. Hæstv. fjmrh. hefur í blaðagrein látið í það skína að hann sé farinn að efast um hæfni stofnunarinnar. Þessi stofnun hefur staðfest það að leikreglurnar voru brotnar, hæstv. sjútvrh. Hæstv. sjútvrh. hefur skýrsluna fyrir framan sig á borðinu. Hæstv. sjútvrh. hefur lesið skýrsluna. Samt lýsir hann því yfir að í þessari skýrslu sé ekki að finna slíkar ásakanir. Það er í upphafsorðunum í niðurlaginu sem þetta er. Hæstv. ráðherra fer hér með hrein ósannindi til að reyna að verja sitt mál. Hæstv. ráðherra verður að gera sér grein fyrir því að það er nóg

áfall fyrir hæstv. ráðherra að hafa staðið að þessari sölu þó að hæstv. ráðherra leggist ekki svo lágt að þræta fyrir hvað standi í skýrslunni.