Sala ríkisins á SR-mjöli

148. fundur
Mánudaginn 02. maí 1994, kl. 18:06:39 (6943)


[18:06]
     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það er alveg rétt hjá hæstv. ráðherra að það er hægt að deila um það en sá sem er að selja fyrirtæki hlýtur að verða að gera sér grein fyrir því fyrst hvað hann ætlar að fá fyrir fyrirtækið. Og það virðist ekki hafa verið gert hér. Ríkissjóður virðist ekki hafa gert sér grein fyrir því í upphafi hvað hann vildi fá fyrir fyrirtækið. Það hefur verið farið fyrst og fremst eftir því sem þessi eini aðili, sem sest var niður til að semja við, vildi greiða fyrir það og það voru ekki mjög margir sem fengu að gera tilboð.
    Það er líka athyglisvert í sambandi við tilboðin að þegar á heildina er litið telur Ríkisendurskoðun að hvorugt tilboðanna í hlutabréfin hafi uppfyllt þau skilyrði sem sett höfðu verið í útboðsskilmálunum.
    Þetta er nú það sem við erum hér að gagnrýna. Mér sýnist að hæstv. ráðherra geti á engan hátt hrakið það.