Sala ríkisins á SR-mjöli

148. fundur
Mánudaginn 02. maí 1994, kl. 18:59:35 (6961)


[18:59]
     Tómas Ingi Olrich (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Vegna þess að hv. 1. þm. Norðurl. e. fullyrti það að fyrirtækið hefði verið selt á undirverði og kom þar inn á svipaðar athugasemdir og hafa komið fram í máli allmargra þingmanna, þar á meðal hv. þm. Ólafs Þ. Þórðarsonar, þá hefði ég gjarnan viljað fá upplýsingar um það hvar í skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu ríkisins á SR-mjöli hf. þessi fullyrðing kemur fram. Í niðurstöðunum segir, með leyfi forseta:
    ,,Samanburður á mati tilboðsgjafa á framtíðartekjuvirði SR-mjöls hf. og mati VÍB bendir til að verðmæti fyrirtækisins hafi verið hærra en endanlegt kaupverð.``
    Á bls. 25 stendur einnig: ,,Ef rekstraráætlanir bjóðenda eru metnir á sama hátt og VÍB gerði við mat á framtíðarafkomumöguleikum SR-mjöls hf. má ætla að verðmæti fyrirtækisins hafi verið nokkru hærra en sem nam endanlegu kaupverði og frekar legið nærri efri mörkum mats VÍB.``
    Hvar er sagt í þessum niðurstöðum að fyrirtækið hafi verið selt á undirverði?