Sala ríkisins á SR-mjöli

148. fundur
Mánudaginn 02. maí 1994, kl. 21:20:36 (6977)


[21:20]
     Vilhjálmur Egilsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Hæstv. ráðherra hefur skýrt hér ágætlega hvernig málin stóðu af sér með Akureyrarbæ og ég ætla ekki að endurtaka það.
    En út af verðlagningunni vil ég bara minna hv. þm. á það að við fórum tveir saman í ferðalag austur á firði á vegum sjútvn. og þar komum við í loðnuverksmiðju á Eskifirði sem var verið að endurnýja. Það var verið að setja í hana 200--300 millj. kr. fjárfestingu. Þá var verið að tala um nýjan þurrkara til þess

að búa til svokallað hágæðamjöl. Ég fullyrði það að með því að setja sambærilegan pening t.d. í verksmiðjuna á Bolungarvík sem leggur sig á 50 millj. í Hafsíldarverksmiðjuna á Seyðisfirði sem leggur sig á 64 millj., þar af 4 millj. borgaðar út og hitt á 10 árum, þá væri hægt að ná mjög góðri og frambærilegri verksmiðju sem framleiddi af svipuðum styrk og Seyðisfjarðarverksmiðjan.