Sala ríkisins á SR-mjöli

148. fundur
Mánudaginn 02. maí 1994, kl. 21:24:13 (6980)


[21:24]
     Jón Kristjánsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Hv. 5. þm. Norðurl. v. lagði á það áherslu, og þykir mér það vel, að löggjafarvaldið ætti að hafa eftirlit með framkvæmdarvaldinu. Ég vil benda á að það væri náttúrlega langeðlilegast að Ríkisendurskoðun gæfi umsagnir um slíka sölu áður en sala fer fram. Þannig á eftirlitið að vera. En það vildi svo til að því var hafnað og því er nú verr. En ég fagna því sannarlega að hv. 5. þm. Norðurl. v. telur að eftirlitshlutverk Alþingis eigi að vera, en þannig hefði það átt að fara fram.