Sala ríkisins á SR-mjöli

148. fundur
Mánudaginn 02. maí 1994, kl. 21:46:39 (6989)


[21:46]
     Ólafur Þ. Þórðarson (andsvar) :
    Herra forseti. Nú eru vonbrigðin mikil. Bæði hæstv. samgrh. og landbrh. brast kjark til að svara einfaldri spurningu. Það hefði verið betra að fara ekkert í stólinn heldur en að leggja á flótta undan þeirri

einföldu spurningu: Var Akureyrarbær óæskilegur kaupandi? Það er það sem var inntakið í allri ræðunni sem hæstv. ráðherra flutti hér áðan. Þetta er vopnaburður, hæstv. ráðherra, sem ekki gengur upp. Menn þora að segja eitt og annað. Ég hélt að hæstv. ráðherra þyrði að lýsa því yfir að hann væri á móti því að Akureyrarbær keypti á þeirri forsendu að það væri sósíalismi eða eitthvað því um líkt.