Sala ríkisins á SR-mjöli

148. fundur
Mánudaginn 02. maí 1994, kl. 21:49:42 (6992)


[21:49]
     Landbúnaðarráðherra (Halldór Blöndal) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Það voru viss rök sem gátu hnigið að því að Síldarverksmiðjur ríkisins yrðu ekki seldar allar í einu lagi. Það var auðvitað hugsanlegt að selja þær líka þannig að Síldarverksmiðjurnar á Siglufirði yrðu boðnar út sérstaklega og einnig á Raufarhöfn o.s.frv. Auðvitað var það hugsanlegt. Aðalatriðið í þessu máli er að sveitarfélögin á þeim stöðum þar sem Síldarverksmiðjurnar eru komu að þessu máli, verkalýðshreyfingin kom að þessu máli og það er búið að byggja upp mjög trausta samsteypu sem á að tryggja hvort tveggja í senn að verksmiðjan verði rekin og eins hitt að íslenskir sjómenn sitji þar við sambærilegt borð og íslenskir útgerðarmenn þannig að íslenskir hagsmunir eru tryggðir.