Sala ríkisins á SR-mjöli

148. fundur
Mánudaginn 02. maí 1994, kl. 22:50:03 (7002)


[22:50]
     Tómas Ingi Olrich (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég held að það þurfi ekki að leita langt skýringanna á því hvers vegna heimaaðilar töldu að það væri mikilvægt að ganga sem fyrst frá þessu máli. Í augum þeirra hefði málið sannarlega verið í uppnámi ef það hefði verið látið bíða í eitt ár og ég held þess vegna að ákvörðun stjórnarinnar að setja það fram sem sérstakt áhersluatriði að frá þessum kaupum yrði gengið hið fyrsta hafi verið rétt og skynsamleg og ef engir aðrir sérstakir annmarkar hafi verið á því þá hefði verið rétt að láta það ganga þann veg og það voru engir sérstakir annmarkar á því, hv. þm.